ég ætla að leggja DTILE flísar – hvernig fer ég að?


Að vinna með DTILE er ekki erfitt ef þú ert fagmaður eða fær um að flísaleggja sjálf/ur. Ef þú ert hvorugt - eða ert það en langar bara aðeins að ræða hlutina, þá ekki hika við að hafa samband. Við leggjum mikinn metnað í flísarnar okkar og það sem við erum að gera og leggjum okkur öll fram við að vinna með viðskiptavinum okkar.
Við vinnum af ástríðu og er sönn ánæga að vinna með viðskiptavinum og aðstoða þau þessa leið. Við höfum mikla reynslu af DTILE og myndum með ánægju deila henni.

Welcome to DTILE

_DSC0197_0648

skref 1 – að fá innblástur


Möguleikarnir með DTILE eru endalausir - þessi vefsíða sýnir aðeins lítið brot af því sem við höfum gert, en þú getur séð miklu meira af verkefnum okkar og hugmyndum fyrir Dtile á Pinterest eða Flickr síðum okkar. Endilega skoðaðu og fáðu hugmyndir úr víðtæku safni okkar.

skref 2 – hönnun


Þegar þú hefur ákveðið hvaða rými, hlut eða yfirborð þig langar að flísaleggja og sérð fyrir þér ákveðna liti , þá getur þú úfært hugmyndina með Sketchup Við höfum þróað DTILE Sketchup sniðmát og þar finnur þú allar flísarnar frá DTILE og getur auðveldlega gert þér mynd af því sem þú ætlar að flísaleggja.Sketchup er hönnunarforrit sem hönnuðir nota og og hægt er að hlaða niður af netinu frítt. Ef þú átt Sketchup þá getur þú hlaðið niður DTILE sniðmátinu hér. Leiðbeiningar eru hér. Video hér.

Að hlaða niður Sketchup

Ef þú átt ekki Sketchup og vilt ekki nota það þá leysum við það. Hafðu bara samband við okkur og við teiknum upp hugmynd fyrir þig. Við þurfum að fá mál af því rými sem þú vilt láta flísaleggja, óskir um liti og hugmynd um hvernig þú vilt klæða rýmið (frá vefsíðu okkar eða Pinterest síðu okkar). Við getum líka komið með tillögur fyrir þig.

Eindversie 1Eindversie 3

skref 3 – mál


Nú er hönnuninni lokið. Nákvæmt mál þarf að vera af því sem á að flísaleggja og reikna þarf út fjölda flísa sem þarf til að klára verkið. Ef þú ert að nota Sketchup, þá mun hugbúnaðurinn reikna þetta fyrir þig útfrá mælingunum þínum.

Ef þú ert ekki að nota Sketchup, þá endilega hafðu samband við okkur og við munum aðstoða þig með ánægju.

skref 4 – flísar pantaðar


Ef þú ert klár að panta þá er afgreiðslutími að öllu jöfnu 7 vikur frá pöntun og þar til þú hefur fengið flísarnar.

PrefabPantry_01

PrefabPantry_02

skref 5 – flísalagning


Núna geta svæðin verið undirbúin undir flísalagningu. Þetta getur oft falið í sér notkun á undirlagi (sem er vatnsheldar eingar á milli veggja/gólfs og flísa, sbr. WEDI bygginaplötur.) Undirlagið sem notða er hefur verið sannreynd sem vatnsheld ásamt því að hún skreppur ekki saman, sem veitir því fullkomna festu til að þekja með flísunum okkar. Allir hlutir (til dæmis frístandandi eldstæði) þurfa einnig að vera byggðir - annaðhvort á staðnum eða forsteypt. Svæðið getur nú verið þakið með DTILE ábreiðu af flísum. Við höfum gríðarlega reynslu af því að undirbúa rými og flísaleggja þau með DTILE og erum ávalt ánægð með að deila þekkingu okkar, svo endilega hafðu samband við okkur eftir aðstoð. Við höfum einnig mikla reynslu af því að vinna með verktaka sem þriðja aðila og gerum það með ánægju.