við elskum flísar…


Algjörlega og einnig mynstrið sem flísarnar mynda. Ef við mættum ráða, þá væri Jörðin flísalögð. Vandamálið er að flísar eru flatar en það er Jörðin ekki. Eftir að hafa flísalagt vegg þarf oft að festa eitthvað á hann (einhvers staðar þurfum við að hengja handklæðin okkar og leggja frá okkur skóna þegar við komum inn). Við bjuggum til flísar sem færa okkur nær því að láta drauminn um flísalagðan heim rætast. Verið velkomin í heim Dtile.

_DSC0287_0974-jochem

_DSC0321_1002b

um hönnuðina


Árið 2001 hönnuðu Arnout Visser, Erik Jan Kwakkel og Peter van der Jagt flísar sem hægt væri að flísaleggja heiminn með.Svo kom í ljós að það reyndist auðveldara að hanna sveigðar flísar en að framleiða. Erik Jan og Peter ferðuðust um víða veröld í leit að verksmiðju sem gæti framleitt þær. . Enginn gat það, svo árið 2010 keyptu þeir tæki til að setja á fót sína eigin verksmiðju. Næsta árið fór í tilraunir, umbætur og fullkomnun, takmark þeirra tókst. Þrátt fyrir það eru þeir stöðugt að uppfæra og bæta framleiðsluferlið til þess að geta aukið framleiðsluna og framleitt fleiri hugmyndir.

 

verksmiðjan


Við framleiðum sveigðu flísarnar og sífellt aukið úrval af útbúnum flísum Í DTILE verksmiðjunni í Velp íHollandi, Þetta er afar sérhæft framleiðsluferli sem krefst einstakrar hæfni og einbeitingar af ámennum hópi starfsmanna í verksmiðjunni. Þér er alltaf velkomið að líta til okkar í Velp og sjá hvernig fata af leir umbreytist í glansandi og nánast óbrjótandi hluti - í öllum regnbogans litum. Að sjálfsögðu færðu líka bolla af kaffi.

Flötu 15x15 cm flísar okkar eru framleiddar af samstarfsaðila okkar á Ítalíu.

_DSC0300_1011Jochem-EJ

_DSC0316_0997-klaartje

mannskapurinn okkar


Það hefur oft verið misskilningur um stærð fyrirtækis okkar - margir virðast halda að við séum mun stærri en við erum í raun og veru. Við erum lítil áhöfn, milli fimm til tíu manna sem veltur á því hvaða verkefni við vinnum með hverju sinni. Svona viljum við hafa þetta vegna þess að það er okkar skoðun að vegna stærðar okkar séum við nokkuð sveigjanleg. Við höfum færi á að vinna í nálægð við viðskiptavini okkar (Peter myndi svara öllum spurningum ykkar og hjálpa ykkur við hönnunina ef þess er þörf) ásamt því að framleiða reglulega flísar sem eru í takmörkuðu magni (Erik Jan er framleiðslustjóri og lifir eftir kjörorðunum að allt sé hægt). Liam & Partnere ehf sér svo um að staðið sé við öll loforð sem við gefum á réttum tíma.

_DSC0304_1015-kasper